DIY ~ IKEA spegli breytt

Ég var búin að leita lengi af spegli eins og mig langaði í, en fann engann, á hæfilegu verði. Svo ég brá á það ráð um daginn að breyta spegli sem ég fann á 1990 krónur í IKEA.

Ég gleymdi því miður að taka almennilegar myndir af ferlinu, en ég setti það allt á story hjá mér á snapchat, og hver veit nema að ég deili því aftur þangað einhvern daginn ;)


En Hér eru allavega fyrir og eftir myndir af speglinum og einhverjar myndir af ferlinu, en ég tók skjáskot af einhverjum myndböndum sem ég tók á snapchat ;)

Þetta er spegillinn, eins og hann er fyrir breytingar.


Spennandi!!!

Hann heitir EKNE

Og þessar krúsídúllur vildi ég losna við

Fyrir

Við notuðum slípirokk til að "saga" krúsídúllurnar af.

Og þá var auðvelt að losa þær af speglinum.

Suðupunktarnir voru auðvitað eftir, svo við slípuðum þá niður með slípirokknum.

Þar sem spegillinn var ekki alveg svartur, þá ákváðum við að spreyja hann svartann.
Og þá var betra að taka hann úr rammanum fyrst.

Það var lítið mál, þar sem hann er bara "smelltur" í eins og á myndaramma.

Hér er verið að spreyja hann svartan.



Búið að spreyja hann, og þá er bara að láta hann þorna.

Þegar ramminn var orðinn alveg þurr, settum við spegilinn aftur í.

Tilbúinn!!! 

Fyrir

Verið að hengja upp!!

Eftir!!

Kemur mjög vel út.



 Við erum sjúklega ánægð með útkomuna og ég vona að ég geti veitt einhverjum innblástur með þessu  og að einhverjir geti nýtt sér þetta DIY verkefni okkar hjóna.
En fyrir ykkur sem viljið fylgjast með mér á snapchat þá er snappið mitt: fridabsandholt

Ummæli

Vinsælar færslur