Grafið eftir gulli


Það þarf ekki mikið til að gera hversdagslega hluti spennandi. Börnum finnst yfirleitt gaman að dunda sér úti í sandkassa, en það er einfalt að gera sandkassa leikinn að spennandi gullgrafara leik.

Ég keypti notaðann sandkassa í mjög góðu ásigkomulagi og sandinn fékk ég í dótabúðinni. Svo átti ég perlur og skraut sem ég var hætt að nota og blandaði út í sandinn.

Útkoman er spennandi sandkassi og mjög glöð börn sem geta dundað sér endalaust við að grafa eftir silfur fiðrildum, blómum og plast köngulóm.
Og svo er alltaf hægt að gera þetta enn meira spennandi með því að lauma nýjum tegundum af perlum í sandinn án þess að börnin viti af því ;)





~ Nei, það þarf ekki að vera flókið ~

Svo minni ég á snappið mitt sem er opið öllum, svo að ykkur er velkomið að fylgja mér þar ef þið hafið áhuga á að sjá það sem ég er að brasa og bardúsa ;)

Ummæli

Skrifa ummæli

Vinsælar færslur