Ofur einfalt bananabrauð


Hver vill ekki uppskrift af ofur einföldu bananabrauði sem tekur stutta stund að hræra í. Það er snilld að geta nýtt banana í þetta sem eru að renna út á tíma, reyndar eru langbest að nota mjög vel þroskaða banana í brauðið, það gerir það léttara og sætara á bragðið.
Þessi uppskrift sem ég henti saman í dag í flýti er bæði einföld og góð og það tekur alls ekki langan tíma að hræra í þetta brauð.


Það sem þú þarft er:

5stk vel þroskaðir bananar
400gr sykur
550gr hveiti
4 stk egg
2 tsk matarsódi
2 tsk lyftiduft

Aðferð:

Stappið bananana, þeytið vel saman bönunum, eggjum og sykri.
Hveitinu blandað varlega saman við ásamt lyftidufti og matarsóda og hrært saman við lítinn hraða.

Bakið við 160°c á blæstri í c.a.50 mínútur, eða þar til brauðið er orðið hæfilega dökkt.

Þessi uppskrift er passleg í tvö form sem eru c.a. 30cm x 13cm eða 1,4L


Verði ykkur að góðu.



Ásamt því að skrifa pistla hér á bloggsíðuna mína, þá held ég úti opnum instagram reikningi og ykkur er velkomið að fylgja mér þar ef þið hafið áhuga

Insta:fridabsandholt




Ummæli

Vinsælar færslur