Kjúklingur í sweet chilli sósu

Ég hef ekki alltaf mikinn tíma til að elda, aldeilis ekki. Og þá finnst mér gott að geta gripið í eitthvað ofur einfalt eins og þennan kjúklingarétt.

Hann er sjúklega góður með hrísgrjónum og baquette brauði.

Hér kemur svo uppskriftin, ef uppskrift mætti kalla ;)

Það sem ég nota í réttinn er kjúklingur, mér finnst best að nota kjúklingabringur eða lundir sem ég sker niðurí litla bita, Sweet chilli sósa, niðurskorin paprika og púrrulaukur. Það er líka gott að nota niðurskornar gulrætur. En ég nota oft bara það grænmeti sem ég á í ísskápnum.




Kjúklingurinn skorinn niður og steiktur á pönnu.

Púrrulauk og papriku bætt útí.

Og að lokum sósunni hellt yfir. Það er misjafnt hvað fólk vill hafa réttinn bragðmikinn, svo að magnið af sósunni fer bara eftir því.

voilà


Ásamt því að skrifa pistla hér á bloggsíðuna mína, þá er ég líka með instagram og eins held ég úti opnum snapchat reikningi og ykkur er velkomið að fylgja mér þar ef þið hafið áhuga.

Insta: fridabsandholt


Snap:fridabsandholt


Ummæli

Vinsælar færslur