Mexíkönsk kjúklingasúpa a la Fríða

Þegar mig langar að hafa eitthvað einfalt og gott í matinn, þá finnst mér frábært að henda í mexikanska kjúklingasúpu. Það er líka allgjör snilld að elda súpuna fyrr að deginum til eða jafnvel daginn áður og þá er ofur fljótlegt að hita hana upp rétt áður en það á að bera hana fram.

Þessa uppskrift setti ég saman, því að ég fann hvergi uppskrift sem ekki var ferskur hvítlaukur í, en í minni fjölskyldu eru einstaklingar sem hafa ofnæmi eða óþol fyrir ferskum hvítlauk og því get ég ekki notað hann í uppskriftina.

En hér kemur mín ofur einfalda og á sama tíma skothelda uppskrift af súpunni.

Verði ykkur að góðu.


Hráefni:

8stk kjúklingabringur
1-2 tsk salt
1stk rauð paprika, smátt söxuð
1/4 púrrulaukur smátt saxaður
2 tsk olivuolía
5 Lítrar vatn
2 stk kjúklingateningur
1 stk grænmetisteningur
2 dósir saxaðir tómmatar
1-2 tsk tabasco sósa
5 tsk tómmat púrra eða ein lítil dós
2-3 krukkur salsa sósa (ég nota medium sterka)

Meðlæti:

Rifinn ostur
Sýrður rjómi
Dorritos snakk (Mér finnst mest að nota þessar í appelsínugulu pokunum)

Aðferð:

Kjúklingabringurnar eru soðnar í vatni með salti í c.a. 15-20 mínútur.
Paprikan og púrrulaukurinn steikt á pönnu upp úr olivu olíu.
Vatn hitað í potti og teningarnir settir útí.
Paprikunni, púrrulauknum, söxuðu tómmötunum, tómmat púrrunni og salsa sósunni bætt úti og hrært saman og hitað að suðu.
Kjúklingurinn skorinn í hæfilega stóra bita á meðan suðan kemur upp á súpunni.
Kjúklingnum bætt útí og látið malla við góðan hita og hrært í reglulega á meðan í c.a. 30 mínútur. Að lokum er tabasco sósunni bætt útí smám saman, best er að smakka súpuna til á meðan tabasco sósunni er bætt útí svo hún verði ekki of sterk.

Súpan er svo borin fram með sýrðum rjóma, rifnum osti og dorritos flögum.


Ásamt því að skrifa pistla hér á bloggsíðuna mína, þá er ég líka með instagram reikning sem ykkur er velkomið að fylgja :) Insta:fridabsandholt




Ummæli

Vinsælar færslur