Eggjalaus, mjólkurlaus og hnetulaus Oreo kaka.


  Sonur minn átti að fara með köku í skólann um daginn og þar sem það er eitt barn með honum í bekk sem er með ofnæmi fyrir hnetum og eggjum, þá bað hann mig um að baka köku sem bekkjarfélagi hans mætti líka borða. Það var að sjálfsögðu lítiið mál að henda saman uppskrift af mjólkur,- og hnetulausri köku og svo að uppskriftin myndi nýtast fleirum, þá ákvað ég að hafa hana eggjalausa líka.
En athugið samt að OREO kexið getur innihaldið snefil af mjólk.


En hér kemur uppskriftin, en hún dugar í tvo botna sem bakaðir eru í 20-22cm formum:

Hráefni:
750 gr. hveiti
100 gr. kakó
400 gr. sykur
4 dl matarolía
2 tsk. matarsódi
2 tsk. salt
4 tsk lyftiduft
4 tsk. vanilludropar
200 gr. eplamauk
10 dl hafrarjómi (Ég nota hafrarjóma frá oatly sem fæst t.d. í Krónunni, en að sjálfsögðu má nota hvaða hafrarjóma sem er)

Botnarnir
Aðferð:

Sigtið þurrefnin og blandið þeim saman í skál. Bætið olíunni, eplamaukinu, hafrarjómanum og vanilludropunum út í og hrærið mjög vel saman.

Bakið við 180°c á blæstri í c.a. 30-40 mínútur.

Kremið:
Hráefni:

500gr. flórsykur
500 gr. LJÓMA smjörlíki (Ljóma smjörlíki er alveg mjólkurlaust, en það eru ekki allar gerðir af smjörlíki)
1-2 tsk. vanilludropar
c.a. 1 pakki oreo kex.

Aðferð:
Smjörlíkið sett í hrærivélaskál og þeytt vel, þar til það er orðið ljóst og létt. Flórsykrinum bætt varlega saman við og hrært vel, þá er vanilludropunum bætt út í og að lokum er OREO kexið mulið og blandað varlega saman við kremið.

Setjið krem á milli botnanna og smyrjið því svo utan á kökuna og skreytið að vild.

Ég vona að einhverjir geti nýtt sér þessa uppskrift og endilega deilið henni áfram að vild.


Ásamt því að skrifa pistla hér á bloggsíðuna mína og á bleikt.is, þá er ég líka með instagram og eins held ég úti opnum snapchat reikningi og ykkur er velkomið að fylgja mér þar ef þið hafið áhuga.

Insta:fridabsandholt

Snap:fridabsandholt



Ummæli

Vinsælar færslur