Súper einfalt og gott "jóla" konfekt



Mér finnst mjög gaman að undirbúa jólin, setja upp jólaljós, skreyta, baka og að sjálfsögðu búa til konfekt.

Þetta konfekt er ótrúlega einfalt og á sama tíma mjög gott. Hver elskar ekki allt sem er bæði einfalt og gott ;)



Það sem ég nota í konfektið er: 
c.a. 400 gr. marsípan
c.a. 100 gr. nougat
200 gr. súkkulaðihjúpur
Kökuskraut að vild
(dugar í c.a. 55 kúlur)


Nougatið er skorið í litla ferninga, marsípan sett utanum og rúllað í hæfilega stórar kúlur. Súkkulaðihjúpurinn er bræddur yfir vatnsbaði. dýfið kúlunum í súkkulaðið og hyljið kúlurnar vel með súkkulaðinu. Látið mesta súkkulaðið renna af og setjið á smjörpappír. Dreifið kökuskrauti yfir kúlurnar áður en súkkulaðið harðnar.

Að lokum eru kúlurnar settar í kæli og geymdar það í lokuðu íláti.


Ummæli

Vinsælar færslur