Fljótlegt og ofur einfalt súkkulaði croissant
Ég elska croissant með súkkulaði ♡ Ég hugsaði með mér að það hlyti að vera til ofur einföld leið til að baka svoleiðis heima. Ég ákvað því að prufa að kaupa tilbúið, frosið smjördeig og eina krukku af nutella og sjá hvernig það kæmi út. Það heppnaðist svona líka rosalega vel og bregðast nánast eins og það sem ég hef keypt í bakaríinu. Undirbúningur er nánast enginn, en það þarf að láta smördeigs plöturnar þiðna við stofuhita í ca.10 mínútur, fletja það örlítið út og skera í hæfilegabstóra ferninga. Ein teskeið af nutella er svo sett í eitt hornið á hverjum ferning, rúllað upp, súkkulaðispænir settur ofan a hvert horn. Bakað við 200°c í ca. 10 mín. Það er tilvalið að eiga smjördeig í frystinum og nutella í skápunum, þá er svo fljótlegt að skella í þessi ótrúlega góðu súkkulaði croissant ef gesti ber að garði. Súkkulaði croissant er svo gott með kaffibollanum. Hráefnin sem ég nota, ásamt súkkulaðispæni til að setja ofan á hornin. Ásamt því að skrifa pistla hé...